,,Það voru koma lokatölur hjá okkur í Vantsá og veiðin gekk vel. Þetta endaði í 196 löxum og helling af sjóbirtingi,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson er við spurðum í Vatnsá og aðeins um Heiðarvatnið sem gaf vel í sumar af silungi.
,,Þetta var gott sumar og svo gekk eitthvað af laxi uppí vatnið. Sjóbitingsveiðin var flott í ár og verður örugglega bara meiri næsta árin. Stærsti laxinn sem veiddist fékkst í vatninu núna í október og var 97 sentimetra hængur. Það verður spennandi að opna vatnið næsta vor,“ sagði Ásgeir Arnar ennfremur.
Við fréttum af nokkrum veiðimönnum sem fóru í vatnið í sumar og flestir fengu fína veiði, flotta fiska og væna.
Mynd. Kári Jónsson með flottan fisk ú Heiðarvatni í Mýrdal en þar veiddist vel í sumar.