fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Kolskeggur – nýtt fyrirtæki í veiðiheiminum

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 14. október 2020 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt fyrirtæki á veiðileyfamarkaði hefur verið stofnað og ber það nafnið Kolskeggur. Nafnið er tilhlýðilegt þar sem það á sér ríka tengingu við Njáluslóðir þar sem veiðisvæði Kolskeggs er að finna.

Sumarið 2020 tók nýtt félag við rekstri og sölu veiðileyfa fyrir Eystri Rangá sem ber nafnið Aurora Sporting ehf. og er Peter Rippin framkvæmdastjóri félagsins og einn eigenda. Peter hefur mikla reynslu á veiðileyfamarkaði og hefur verið viðriðinn bransann í yfir 20 ár. Kolskeggur er dótturfélag Aurora Sporting og er Jóhann Davíð Snorrason framkvæmdastjóri þess. Jóhann Davíð er reynslubolti í sölu veiðileyfa og markaðssetningu.

Veiðisvæði Kolskeggs eru eftirfandi:

Eystri Rangá

Kolskeggur mun sjá um sölu veiðileyfa í Eystri Rangá á tímabilinu 01.07. – 20.10., allar stangir fram til ársins 2023 en þá mun félagið selja í ána frá opnun tímabils til enda. Gerður hefur verið nýr langtímasamningur um leigu veiðiréttar á ánni til ársins 2032. Við höfum átt frábært og gott samstarf við bændur fyrsta árið og hlökkum til áframhaldandi vinnu með þeim.

Reglum var breytt í Eystri fyrir tímabilið í ár og ekki er hægt að segja annað en að það hafi gefið góða raun. Eingöngu var leyfð fluguveiði fram til 20.08. og hóflegur kvóti var settur á eða 4 laxar á stöng á dag. Þetta hafði þau áhrif að meira var af fiski til skiptanna og vel veiddist í ánni langt fram á haust. Áin er nú að skríða yfir 8600 laxa veiði sem er alger metveiði. Árið 2021 verða sömu reglur í gangi nema hvað maðkaopnun verður nú 1.09. eða aðeins seinna en í ár.

Hólsá Austurbakki

Við höfum nýlega skrifað undir samning til 10 ára um leigu á Austurbakka Hólsár. Við hlökkum mikið til að geta boðið upp á þetta skemmtilega veiðsvæði sem nálgast 900 laxa veiði í ár auk þess sem góð sjóbirtingsveiði er líka í kaupbæti. Hólsá er veidd með sex stöngum á svokölluðu aðalsvæði en tvær stangir eru að auki á ósasvæði sem er spennandi kostur sem hefur verið lítið stundaður.

Frábært veiðihús fylgir með Hólsá þar sem eru sex tveggja manna herbergi, öll með sér baði, heitur pottur og allt til alls sem gerir Hólsá góðan kost fyrir stórfjölskylduna eða veiðihópinn. Smávægilegar breytingar verða gerðar á veiðireglum í Hólsá fyrir næsta ár. Þannig verður settur á sami kvóti og í Eystri Rangá eða 4 smálaxar á vakt á stöng en öllum sjóbirtingi og stórlaxi ber að sleppa. Áfram verður leyft að veiða með flugu, spún og maðk á svæðinu.

Affall í Landeyjum

Kolskeggur mun hafa umsjón með og selja veiðileyfi í Affall í Landeyjum. Affallið er skemmtilegt veiðisvæði sem veitt er með fjórum stöngum og fylgir ágætt sjálfmennskuhús með ánni. Stórkostleg veiði var í Affallinu árið 2020 og er áin nú í fjórða sæti yfir bestu veiðina á landinu með um 1700 laxa veidda.

Við erum mjög ánægð að geta boðið upp á þennan frábæra kost til viðskiptavina okkar. Áfram verður leyft að veiða með flugu og maðk í Affallinu en kvóti verður 4 laxar undir 70 cm á stöng á vakt.

Fleiri spennandi veiðisvæði eru jafnvel í vinnslu en ekki föst í hendi þegar þetta er skrifað. Á næstu dögum mun vefsíðan kolskeggur.is opna þar sem hægt verður að skoða allt um þessi frábæru veiðisvæði og þar mun einning verða öflug vefsala.Jóhann Davíð veitir allar upplýsingar um þessi veiðisvæði og bókar veiðileyfi. Best er að sendatölvupóst á johann@kolskeggur.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Vill kaupa 1,4 milljón tonn af rusli í von um að finna harða diskinn sem inniheldur hundrað milljarða í bitcoin

Vill kaupa 1,4 milljón tonn af rusli í von um að finna harða diskinn sem inniheldur hundrað milljarða í bitcoin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir starfsmenn frá KSÍ fylgjast með Víkingum – Enginn af æðstu mönnum sambandsins á svæðinu

Tveir starfsmenn frá KSÍ fylgjast með Víkingum – Enginn af æðstu mönnum sambandsins á svæðinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Magnús Kjartan sigraðist á hvítblæði og gefur út nýtt lag

Magnús Kjartan sigraðist á hvítblæði og gefur út nýtt lag
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn

Birta 20 sekúndna hljóðupptöku sem er sögð varpa ljósi á Titan-harmleikinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu