Það er víða verið að veiða ennþá eins og fyrir austan í sjóbirtingi og fleiri fiskum. Veðurfarið er fínt til veiða og ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum.
,,Það gengur bara vel í Steinsmýrarvötnum hjá okkur og flott veður hérna,“ sagði Sævar Sverrisson er við heyrðum í honum um helgina á veiðislóðum fyrir austan.
Veiðimenn sem voru að hætta í Geirlandsá fengu nokkra fína fiska og Vatnamótin hafa verið að tikka inn síðustu daga.
,,Við erum komnir með fimmtán stykki frá tveimur upp í 8 pund,“ sagði Sævar sem nokkrum sinnum hefur veitt þarna og þekkir svæðið vel.
Mynd. Sævar Sverrisson með vænan urriða úr Steinsmýravötnum um helgina.