,,Það gekk bara vel að selja í svæðin hjá okkur hérna í Hvítánni og Brúðaránni,“ sagði séra Kristján Björnsson í Skálholti er við heyrðum í honum í gær en margir hafa mætt með stangirnar á svæðið og reynt fyrir sér í veiðinni.
,,Í Hvítánni var frekar tregt en alltaf reytingur í Brúaránni. Menn virðast ekkert kunna á þessa staði í Hvítánni en það kemur. Hérna áður voru veiðimenn sem lærðu á staðina og vissu hvar fiskurinn var. Frétti ekki á neinum laxi sem veiddust þar, bara silungar. Samt eru þetta góðar veiðistöðvar í landi Skálholts í gegnum aldirnar. Það veiddust bleikjur og urriðar í Brúará og síðan var eitthvað um sjóbirting í Hvítáþ
– Hvernig gekk veiðin hjá þér í sumar, þú hefur fengið í soðið?
,,Já, ég fékk urriða og líka bleikju þegar ég veiddi með séra Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti. En best er víst að veiða hérna á svæðinu á milli fimm og níu á kvöldin. Hérna fyrr í sumar voru veiðimenn sem fengu fimm flotta fiska á þeim tíma,, sagði Kristján ennfremur.
Mynd. Flottar myndir frá sumrinu við Hvítá og Brúará.