,,Það var meiriháttar að veiða maríulaxinn sinn og það í Staðarhólsánni í Dölum. Einu orði sagt bara geggjað,“ sagði Tómas Guðmundsson en laxinn veiddi hann á maðkinn i gær . En Tómas bjó á Kjallaksvöllum aðeins innan í dalnum og þekkir þetta svæði vel þó hann hafi aldrei veitt lax fyrr í ánni.
,,Ég fékk laxinn á maðk í veiðistað númer 67 og ég var snöggur að landa fjögurra punda fiski. Ég hafði fram að þessu ekki veitt lax né silung, bara hornsíli,“ sagði Tómas ennfremur um laxinn.
Tvö ár eru síðan móðir hans, Hugrún á Kjallaksvöllum, veiddi maríulaxinn sinn í Staðarhólsá aðeins ofar en Tómas. Erfitt er að segja til um laxafjölda í Hvolsá og Staðarhólsá í sumar en líklega hafa veiðst um 130 laxar og hellingur af bleikjum.
Mynd. Tómas Guðmundsson með maríulaxinn sinn í Staðarhólsá í Dölum.