,,Við fengum einn flottan sjóbirting í Leirá í dag. Áin er á margan hátt mjög skemmtileg,“ sagði Kári Jónsson sem var við veiðar í Leirá í Leirársveit í nokkra klukkutíma. En það hefur vakið athygli að sjóbirtingur hefur víða verið að veiðast vel um allt land. Benda má sérstaklega á Vesturlandi og Norðurlandi í því sambandi. Góð veiði hefur ennfremur út á Skógarströnd í Krossá.
,,Mikið veiðst af sjóbirtingi hérna í sumar í Krossánni,“ sagði Trausti Bjarnason á bænum Á á Skarðsstönd, er við inntum hann frétta og sömu sögu má segja um fleiri veiðiám á svæðinu. Sjóbirtingur er að koma sterkur inn þar sem lítið hefur veiðst af honum í gegnum árin.
Fyrir þremur árum var það flundrann sem menn veiddu. Hún virðist vera horfinn í bili af svæðinu og sjóbirtingurinn tekinn við. Aauðvitað miklu skemmtilegri fiskur og gaman að draga hann inn, hann tekur allavega vel í.
Mynd. Fallegt við Leirá í Leirársveit í gær. Mynd Kári.