,,Þetta var bara ótrúlegur dagur,“ sagði Ásgeir Ólafsson en hann lenti í flottri veiði fyrir nokkrum dögum í Korpu.
,,Veðurspáin hljóðaði upp á brjálað rok eftir klukkan níu um morguninn og fram eftir degi. Ég var mættur klukkan 07:30 og landaði fyrsta laxinum um tuttugu mínútum síðar. Áður en rokið skall á rúmlega níu hafði ég landað þremur löxum til viðbótar. Tók mér síðan pásu frá veiðinni og kom aftur eftir að hafa horft á Liverpool vinna Chelsea. Þá var vindurinn farinn að gefa eftir. Landaði sjö löxum eftir hádegi og þar á meðal 84 cm hrygnu,“ sagði Ásgeir í spjalli við Veiðipressuna.
Mynd. Stærsti laxinn hjá Ásgeir þennan daginn í Korpu.