Lokatölurnar eru að farnar að detta inn þessa dagana.Elliðaárnar voru að loka og veiddust 563 laxar í ánni sem er bæting um 26 laxa á milli ár þrátt fyrir að það hafi bara verið veitt á flugu í sumar.
Stærsti laxinn sem kom á land í ánni var 90 sentimetra hængur sem kom á land í Símastreng og tók hann Green But, Það var veiðimaðurinn snjalli Egill Örn Petersen sem veiddi fiskinn en alls komu 11 laxar yfir 80 sentimetra og margir á milli 70 og 80 cm. Einn 102 sentimetra gekk í gegnum teljarann en hann fékk ekki til að taka hjá veiðimönnum.
Mynd. Egill Örn Petersen með stærsta laxinn úr Elliðaánum þetta sumarið, 90 sentimetra fisk.