,,Við erum komnir heim í hús. Það hefur rignt mikið en við höfum fengið fiska,“ sagði Þröstur Reynisson í veiðihúsinu Árseli við Hvolsá. Nokkur neðar í sveitinni er systir hans, Hugrún á Völlum, og hún lánaði okkur mynd af Gullafossi og Staðarhólsánni í miklum vatnavöxtum í gær.
,,Það er skíta veður hérna en 11 stiga hiti,“ sagði Hugrún á Völlum um stöðuna.
,,Við fengum tvær bleikjur og einn lax ofarlega í Svínadalnum,“ sagði Þröstur Reynisson og bætti við.
,,Ég reyni í Brekkudalnum á morgun aftur þó vatnið sé mikið, Við verðum hérna næstu daga en núna eru komnir 100 laxar úr Hvoslá og Staðarhólsánni og hellingur af bleikjum,“ sagði Þröstur.
Víða hefur rignt og árnar hafa aukist verulega. Það gæti hleypt lífi í veiðina þegar vatnið minnkar aftur, hvernær sem það verður.
Mynd. Það hefur rignt mikið fyrir vestan eins og víða í næsta nágrenni eins og sést við Staðarhólsá í Dölum í gær. Mynd Hugrún.