,,Þetta var meiriháttar veiðiferð í Ytri Rangá í dag. Það var klikkuð rigning en sá lang yngsti veiddi eina laxinn og maríulaxinn sinn,“ sagði Axel Ingi Viðarsson er við heyrðum í honum eftir rennandi blautan veiðitúr í Ytri Rangá
,,Patrekur Þór Ingvarsson veiddi laxinn og hann er 8 ára en við erum aðeins eldri. Þetta var meiriháttar hjá honum en hann fékk laxinn á Rangárflúðinni á kopar litaðann toby. Drengurinn hefur verið svona í sex mínútur með fiskinn. Pabbi Patreks á eftir að fá lax en sonurinn var á undan honum. Þetta var bara snilld,“ sagði Axel um veiðiferðina í Ytri Rangá þar sem sá lang yngsti veiddi eina fiskinn.
Ytri-Rangá er komin með 2265 laxa en Eystri Rangá er efst með 7690 laxa. Í næstum sætum kemur Affallið og Miðfjarðará.
Mynd. Patrekur, Axel og Ingvar með fiskinn sem Patrekur veiddi í Ytri Rangá og á hinni er Patrekur með fiskinn sem hann veiddi.