,,Við fórum vestur og fengum nokkrar gæsir. Svo virðist að ekki sé komið mikið niður ennþá af fugli,“ sagði veiðimaður sem fór vestur í Dali en hann fékk nokkra fugla. Við Höfn fréttum við að veiðimenn hefðu fengið 26 fugla í blíðu veðri.
Það er víða komin fugl eins og í Svarfaðardal þegar keyrt var inn hann í gær. Dalurinn var svartur af fugli á stóru svæði. En ekki virtust vera margir á veiðum þar seinni partinn í gær, alls ekki neinn.
Margir ætla til veiða um helgina. Veðurfarið er gott næstu daga, aðeins á að klóna en alls ekki mikið.
Mynd. Gæsveiðitíminn byrjaði því miður ílla hjá þessri gæs sem lá við veginn rétt hjá Akureyri í gærdag. Mynd GB