,,Það er alltaf gaman að veiða hérna í Efri-Flókadalsá, skemmtileg veiðiá,“ sagði María Gunnarsdóttir sem var að veiða í annað sinn á ævinni í Flókadalnum en það hafa næstum veiðst um 600 bleikjur í ánni í sumar. En bleikjuveiðin fór seint af stað þetta sumar vegna snjóa í fjöllum og áin var köld langt framm eftir sumri.
Flestar eru bleikjurnar vænar og lítið um smábleikjuna allavega ennþá, stærstu bleijkurnar eru 5 og 6 punda og þær hafa komið fyrst til að byrja með. Hollin hafa verið að fá fína veiði, 40 til 50 bleikjur og sum meira.
Bæði hefur veiðist á maðk og hinar og þessar flugur eins og Krókinn, Bleik og Bláa, Anna Sól, Heimasætuna, Dýrbítinn, Beykir og Mýrsluna sem einhverjar séu nefndar til sögunnar. Einn fiskur hefur allavega veitt á fluguna Hommann, en ekki meira.
Snjór er ennþá í fjöllum í Fljótunum.
Mynd: Iðunn Árnadóttir og María Gunnarsdóttir með flotta bleikju úr Efri Flókadalsá, en áin hefur gefið 600 bleikjur í sumar. Mynd GB