,,Það gengur bara vel hjá okkur í Hallá og það er mikið af laxi víða um ána,“ sagði Skúli Húnn Hilmarsson er við spurðum Hallá. Veiðin hefur gengið ágætlega í henni það sem af er sumri og núna eru komnir 35 laxar á land.
,,Þessa dagana er reyndar heitt og kannski ekki kjör aðstæður fyrir fiskinn en það er spáð klónandi. Veiðimenn sem voru við veiðar í dag tóku tvo laxa en það er bara veitt á flugu i Hallá. Fiskurinn er vel dreifður um ána,“ sagði Skúli Húnn ennfremur.
Mynd. Elías Pétur Þórarinsson með flottan lax úr Hallá í gær en það eru komnir 35 laxar á land.