Þessi unga veiðikló heitir Kolbrún Myrra Pálmadóttir og hér er hún með maríufiskinn sinn sem er falleg bleikja veidd í Fljótshlíðinni. Fiskinn veiddi hún á flugu.
Kolbrún Myrra á ekki langt að sækja veiðiáhugann en faðir hennar Pálmi Reyr Ísólfsson er eljusamur veiðimaður og fékk veiðiáhugann ungur þegar hann gekk meðfram Norðurá í Borgarfirði sem lítill drengur með föður sínum Ísólfi Gylfa Pálmasyni sem var veiðivörður við Norðurá nokkur sumur á níunda áratugnum.