,,Veiðin gengur frábærlega í Jöklu og komnir eru á land 580 laxar. Ekkert yfirfall er komið hjá okkur ennþá,“ sagði Þröstur Elliðason um Jöklu þar sem veiðin hefur gengið frábærlega í sumar.
,,Vænir laxar hafa veiðst í sumar sá stærsti er 107 sm og síðustu dagar hafa gefið flotta veiði hérna hjá okkur fyrir austan. Hrútafjarðará hefur gefið 210 laxa og það mikið af laxi í henni. Breiðdalsá er komin með 71 lax,“ sagði Þröstur ennfremur.
Mynd. Sigurður Staples Súddi með flottan lax úr Jöklu fyrir skömmu en áin hefur gefið 580 laxa núna . Hann spáði metveiði í ánni í sumar. Mynd Boggi Tona.