,,Það er alltaf verið að veiða eitthvað,“ sagði Sigtryggur Kristjánsson sem á ungan og áhugasama veiðimann sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða þó hann sé ekki nema 6 ára og heitir Kristján.
,,Hann hefur líka mikinn áhuga á skotveiði og því óhætt að segja að áhuginn hafi byrjað óvenju snemma. En fyrir skömmu fóru vinirnir að veiða hérna fyrir norðan, Þorvarður, Kristján og Tristan að Stífluvatni og fengu einn silung. Sá fiskurinn endaði í magnanum á þeim og það kom ekkert annað til greina en elda hann og borða,“ sagði Sigtryggur um veiðiáhugann hjá ungu veiðimönnunum.
Veiðigleðin er það sem skiptir öllu máli hjá þessum ungu veiðimönnum og einn og einn silungur er til að auka á gleðinni enn frekar.
Mynd. Þorvarður. Kristján og Tristan með fiskinn úr Stífluvatni skömmu áður en hann var eldaður.