Bleikjan seinna á ferðinni en í fyrra
,,Við fengum 19 bleikjur og einn urriða, veiddum ekki mjög mikið, en þetta var fínt,“ sagði Ásgeir Ólafsson sem var fyrir fáum dögum í Hrollleifsdalsá í Skagafirði og veiðin gekk ágætlega. En í veiðiá eins og Efri-Flókadalsá nokkuð utar á svæðinu er bleikjan miklu seinna á ferðinni en fyrir ári síðan vegna snjóalaga. Áin var köld langt frameftir sumri en en allt stendur þetta til bóta og bleikjan er mætt fyrir alvöru en sein á ferðinni eins og áður sagði.
,,Þetta er hörkulabb uppá dal í Hrollleifsdalsá en það var eitthvað af fiski þar. Það eru 103 bleikjur skráðar í bókina og gott á þessum tíma, líka eitthvað af urriða. Sjóbleikjan er alltaf í fyrsta sæti hjá mér,“ sagði Ásgeir ennfremur.
Já, bleikjan er farin að gefa sig í Efri Flókadalsá og góð veiði var um síðustu helgi, flottar bleikjur sem veiðast um alla ána. Og fluga gefur vel þessa dagana þar.
Mynd. Bleikja komin á land í Hrollleifsdalsá og er vel fagnað. Mynd Ásgeir.