Miklar rigninginar síðustu daga hafa aukið vatnsmagnið í veiðiárnar út Hrútafjöðinn. Þar má nefna Laxá, Hvalsá, Prestbakkaá , Vikurá, Korssá, Miðdalsá og Viðidalsá. Veiðimenn hafa reyndar verið að veiða í mörgum þeirra síðustu daga.
,,Já, það er gott vatn í Miðdalsá núna, allt annað en í fyrra á þessum tíma,“ sagði Halldór Hafsteinsson á Heiðarbæ við Miðdalsá í Steingrimsfirði og það eru orð að sönnu. Vatnið er gott í á ánum á svæðunum.
Bleikan er að detta inn ósinn þessa dagana og laxar hafa sést í ánni sérstaklega ofarlega í henni í Fossinum, Ekki hafa margir veitt í ánni ennþá svo allt getur skeð næstu vikurnar.
Miðdalsá er með fjölbreytta veiðistaði og suma fallega, en mest veiðist bleikja í henni en einn og einn lax. Tími hennar er að renna upp þessa dagana og bleikjan er í ósnum.
Og ef maður veiðir við ósinn er bara hægt að horfa út á Steingrímsfjörðinn. Fuglategundir eru óteljandi og margar ekki kunnungar en flottar í flæðamálinu, það er líka bara alveg nóg.