,,Maríulaxinn kom á svæði níu í Eystri Rangá á stað nr.120,“ sagði Ólafur Már Gunnlaugsson en sonur hann Eyþór Andri veiddi maríulaxinn sinn fyrir fáum dögum í fengsælustu laxveiðiá landsins. En Eystri Rangá hefur gefið lang flesta laxana eða 4000 talsins en síðan kemur Ytri Rangá með 1400 laxa og svo Miðfjarðará 930 laxa.
,,Fagridalur heitir staðurinn sem laxinn tók túbuna Von eftir frænda okkar Sigga Haug hinn eina sanna hjá syninum. Fiskurinn tók nokkrar rokur en honum var strandað eftir tiu mínútur,“ sagði Ólafur Már eftir að sonurinn hafði veitt maríulaxinn.
Veiðimaður þarna á ferð. Eyþór Andri Ólafsson með maríulaxinn sinn. Mynd Ólafur.