Fótboltamaðurinn snjalli hjá Everton Gylfi Sigurðsson hefur verið við veiðar í Grímsá síðustu daga. Litlar fréttir fara af aflabrögðum ennþá. En miðað við hæfileika Gylfa með stöngina eins og boltann er hann örugglega búinn að fá laxa.
Gylfi er mikill áhugamaður um stangveiði og fer á hverju ári nokkrum sinnum til veiða bæði hérlendis og eins utan Bretlands. Hann var við opnun Norðurár fyrir fáum árum og veiddi þá lax. Þá sagðist hann reyna að renna fisk á hverju ári, milli þess sem er smá hlé í fótboltanum.
Þess má geta að Grímsá hefur gefið um 300 laxa það sem af er sumri.
Mynd. Gylfi Sigurðsson við Strengina í Grímsá í gær en myndinni lækaði hann á Instagam