Tónlistamaðurinn Eric Clapton er mættur en eitt árið til veiða í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Núna sem hluthafi í GogP sem er með leigusamning við veiðifélag Vatnsdalsár. Með Clapton í fyrirtækinu eru Björn K. Rúnarsson og Sturla Birgisson.
Þrátt fyrir Covid ástand er Clapton mættur enn eitt árið í árið til veiða í Vatsdalsá. Nokkur ár þar á undan veiddi hann í Laxá á Ásum og hefur síðan veitt í Vatnsdalsá. En frekar róleg veiði hefur verið í Vatnsdalsá en það eru komnir nú um 170 laxar.
En það aldrei að vita hvað skeður þegar Clapton mætir með stöngina, ekki gítarinn, á bakka Vatnsdalsár. Árið 2016 setti hann í 108 sentimetra lax á fluguna Night Hawk númer 14 og aldrei að vita nema hann setji hana undir aftur í þessum veiðitúr. Og þá getur allt skeð.
Mynd. Eric Clapton með risalax sem hann veiddi í Vatnsdalsá fyrir fjórum árum.