,,Já, það hefur gengið vel í Vatnsá en veiðimenn sem voru núna um helgina veiddu vel frétti ég af laxi,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson er við spurðum um Vatnsá og Heiðarvatn í Mýrdal.
,,Laxinn hefur verið að gefa sig og mikið komið að honum. Ég held að það hafi allavega veiðst um 60 laxar sem er gott núna. Þetta verður fínt sumar í Vatnsá,“ sagði Ásgeir ennfremur.
Heiðarvatnið er alltaf að gefa fína veiði og flotta sjóbirtinga. Ásgeir er einnig með Efri Haukadalsá ásamt fleirum og þar hafa veiðst 20 bleikjur. Lax er byrjaður að sjást í ánni sem r þokkalega vatnsmikil þessa dagana. Mest hefur veiðst í ósnum á Haukadalsvatni, mest af bleikjunni til þessa.
Mynd. Kári Jónsson með flottan fisk ú Heiðarvatni í Mýrdal.