,,Ég ákvað að fara að veiða í morgun í ónefnt vatn á Vesturlandi. Tók hundinn minn með til að athuga með mink enda er hann býsna veiðinn á mink Veiðiferðin var heldur stutt í þetta skiptið,“ sagði Halldór Atli Þorsteinnsson áhyggjufullur í samtali við Veiðipressuna. Svona atvik sem hann lýsir hér að neðan eru að eiga stað, því miður, við veiðivötn ár eftir ár.
,,Ég var rétt búinn að kasta út þá tók hundurinn minn upp á því að kúgast og koka eitthvað. Þá sá ég að út úr honum hékk girnisflækja með flotholti á endanum.Það var ekkert annað í stöðinni en að bruna með hann til dýralæknis. Í myndatökukom í ljós að öngull var í maga hans.
Halldór Atli sagði að ákveðið hefðiverið að skera hann upp og freista þess að ná önglinum. Þetta áhættu- og kostnaðarsöm aðgerð Eftir langa og stranga aðgerð þar sem í ljós kom að öngullinn hafði meðal annars gatað maga hans. Þessu hefði getað fylgt mikil smihætta. Sárið var saumað og við tekur löng bataganga.
,,En því má sannarlega halda á lofti að dýralæknum og öðru starfsfólki dýraspítala Grafarholts er ég afar þakklátur. Þannig ef þú ert ein/einn af þessum veiðikonum/veiðimönnum sem skilur eftir þig rusl og beitna öngla langar mig að biðja þig um að hætta því hið snarasta,“ sagði Halldór Atli ennfremur.