,,Já, Emmsjé Gauti var að veiða maríulaxinn sinn á Rangárflúðunum, vel gert hjá honum,“ segir Jóhannes Hinriksson en Ytri Rangá situr í öðru sætinu þessa dagana með næstum 1000 laxa. Eystri Rangá er á toppnum með 2400 laxa.
Urriðafoss í Þjórsá kemur í þriðja sætinu með 700 laxa, síðan Norðurá með 600 laxa og svo Miðfjarðará með 600 laxa.
,,Við vorum að fá lax,“ sagði Hafþór Óskarsson sem er við veiðar í Ytri Rangá. Ytri hefur verið á siglingu þessa dagana og veiðin verið ágæt þar síðustu vikur.