Eystri Rangá að komast í 2000 laxa
,,Það er svakalegt magn af fiski í Eystri Rangá þessa dagana,“ sagði Jóhann Davíð Snorrason er við spurðum hann um stöðuna en sonur hans Matthias Kári veiddi maríulaxinn í ánni fyrir fáum dögum. En veiðin hefur gengið vel í Eystri Rangá og eru komnir um 2000 laxar á land.
,,Það var í Hrafnklettum sem sonurinn veiddi laxinn og hann var fremur snöggur að landa laxinum með smá aðstoð frá pabba sínum, Þetta var flottur fimm punda lax og hann beit af honum veiðiuggann eftir löndun,“ sagði Jóhann Davíð ennfremur.
Eystri á er lang fengsælasta veiðiáin en næst kemur Urriðafoss í Þjórsá með 650 laxa og Ytri Rangá með 610 laxa.
Mynd. Matthías Kári bitur veiðiuggan af maríulaxinum sínum. Mynd Jóhann.