,,Þetta var meiriháttar og bara lottóvinningur,“ sagði Atli Valur Arason í samtali við Veiðipressuna. Atli Valur veiddi bolta sjóbirting á bryggjunni á Svalbarðseyri í gær og fiskurinn var enginn smá smiði.
,,Fiskurinn var 14 pund og svaka feitur. Það er geggjað að veiða þarna á bryggjunni. Rétt áður hafði ég misst risa ufsa en hann tók spúninn langt úti. Þetta var barátta i svona 30 mínútur við þennan stóra sjóbirting en hann tók svo sannarlega í. Hef veitt þarna í mörg ár en auðvitað var þetta bara heppni, Næstu daga fer ég í Eyjafarðará og Hörgá, það verður gaman,“ sagði Atli Valur skömmu eftir að hann landaði stóra fisknum.
Mynd. Atli Valur Arason með 14 punda urriðann sem hann veiddi á bryggjunni á Svalbarðseyri í gær. Mynd Ari