,,Veiðin er að byrja hjá okkur í Efri Haukadalsá og fyrstu fiskarnir veiddum um helgina,“ sagði Ásgeir Ásmundsson einn af leigutökum Efri-Haukadalsár í Dölum í samtali um stöðuna.
,,Það veiddust tvær bleikjur og tveir urriðar sem hafa sjaldan veiðst þarna. Þetta er veiðiá með laxa og bleikjuvon,“ sagði Ásgeir ennfremur.
Veiðin er að fara að stað í ánni þessa dagana og veiðimenn sem voru þarna við veiðar í dag urðu varir en fiskurinn er greinilega að mæta þessa dagana. Bleikja og einn og einn lax, jafnvel miklu fleiri. Áin er fjölbreytt og margir skemmtilegir staðir.
Veiðimenn voru að hefja veiðina í neðri Haukadalsá seinni partinn í gær en það hafa veiðst um 75 laxar en oft hefur sést meira vatn í henni á þessum tíma. En svona er veiðin bara.
Mynd: Rennt fyrir fiska í Efri Haukadalsá seinni partinn í gær en um helgina veiddust 4 silungar.