Bubbi Morthens er við veiðar í Laxá í Aðaldal þessa dagana og gengur ágætlega. Hann hélt flotta tónleika í kirkjunni í Nesi í Aðaldal á sunnudagskvöldið og tókust þeir vel, fullt var út úr dyrum.
En daginn áður hafði Bubbi landað flottum laxi í Vitaðsgjafanum í Laxá og var þetta ekki fyrsti laxinn hans í sumar. Hann hafði veitt fyrstu laxa sína skömmu áður í Kjarrá í Borgarfirði.
,,Það var fínt þarna en ekki mikið af fiski en hann er að ganga,“ sagði Bubbi um Kjarrá veiðina. En þessa dagana er hann í Laxá í Aðaldal sem hann heimsækir nokkrum sinnum á hverju sumri og kastar fyrir væna laxa. Laxá í Aðaldal er komin með kringum 70 laxa.
Mynd. Bubbi Morthens með flottan lax í Vitaðsgjafanum í Laxá í Aðaldal.