,,Þetta gekk bara vel hjá okkur, fengum12 laxa í opnun Þverár, og sá stærsti var 95 sentimetra,“ sagði Sigurður Garðars er við heyrðum í honun. Sigurður var að opna Þverá í Fljótshlíð enn eitt árið og veiðin gekk vel.
,,Smálaxinn er mættur en við vorum við veiðar í tvo og hálfa daga. Það var slangur af fiski í veiðistöðunum 48 og 50 . En við fengum þó fiska á fleiri stóðum,“ sagði Sigurður ennfremur.
Fyrstu fiskarnir eru komnir víða eins og í Breiðdalsá og Jöklu svo þetta er allt að koma.
Mynd. Sigurður Garðars með 88 sentimetra úr veiðistaðnum Þorra í Þverá í Fljótsdal.