,,Um 300 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í blíðviðrinu í gær og þetta gekk vel,“ sagði Geir Bjarnason íþrótta og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði í samtali við Veiðipressuna.
,,Börnin kepptust þar um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Einn og sami fiskurinn reyndist bæði furðulegastur og stærstur. Vinningshafar fengu veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann og árangurinn. Þessi keppni hefur verið haldin í ein 30 ár og er opin öllum börnum 6-12 ár,, sagðir Geir ennfremur.
Margir veiðimenn hafa fengið veiðidelluna þarna á bryggjunni í gegnum árin en flott að byrja veiðiskapinn þarna með öllum veiðimönnunum.
Myndir Geir Bjarnason.