,,Við vorum að koma úr Hrútafjarðará og fengum fjóra laxa og misstum sex, þar af einn risa stórann,“ sagði Ragnar Örn Davíðsson í samtali Veiðipressuna en sá stóri slapp af og beygði krókinn hjá honum.
,,Hann fór svona með þríkrækjuna eftir 30 mínútu baráttu en þetta var í veiðistaðnum Pytti. Þetta var slagur en við sáum laxa á nokkrum stöðum í ánni. Í Stokknum voru stórir laxar ofarlega en vildu alls ekki bíta á. Þeir voru þar allan tímann meðan við voru að veiða í ánni en tóku alls ekki. Það var lang mesta lífið upp frá, efst Hrútafjarðaránni,“ sagði Ragnar um leið og hann sýndi okkur krókinn sem laxinn beygði.
Hrútafjarðará hefur gefið 13 laxa og eitthvað af bleikju en þó ekki í miklu mæli.