Silungsveiðin gengur víða feiknalega vel, silungurinn er vel haldinn og veiðimenn hafa verið að fá fína veiði. Bæði í bleikju og urriða. Við heyrðum aðeins í séra Kristjáni Björnssyni í Skálholti með stöðuna þar á veiðislóðum.
,,Hér hefur Brúará verið að gefa 4-5 urriða og bleikjur á dag sem eru að ganga og gaman að þeir veiðast á nokkrum stöðum núna þegar fleiri vanir mæta á svæðið, við Hveraskott, Hverhólma og Litlahver. Seinni tvær myndirnar eru í Torfholti við Hvítá á hamrinum þar sem kalla má Veiðines enda veiðistöð Skálholts um aldir. Veiðin er öll að koma til hérna,,“ sagði Kristján ennfremur.
Veiðimenn hafa verið að fá ágæta veiði í Úlfljótsvatni, vænar bleikjur. Veiðimaður sem var fyrir skömmu veiddi tvær bolta bleikjur, um 4 pund,
Ljósmyndarinn er Benedikt Hálfdánarson.