,,Við vorum að byrja í Laxá í Dölum í morgun og það komu átta laxar á land sem er bara fín veiði,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir sem er opna Laxá í Dölum. Það eru fjögur hjón sem byrja veiðina þetta árið í ánni. . En hver laxveiðiáin af annarri opnar þessa dagana og veiðin er bara allt í lagi. Tveggja ára laxinn er mættur í einhverju mæli og jónsmessustraumurinn var í nótt og þá getur allt skeð. Bæði í veiði og annarsstaðar.
,,Stærsti laxinn sem við fengum var 87 sentimetra og veiddist hann á svæði tvö. Laxinn er mættur í Laxá í Dölum og farinn að dreifa sér,“ sagði Harpa ennfremur.
Mynd. Stefán Sigurðsson með flottan lax á opnunardaginn í Laxá í Dölum. Mynd Harpa.