,,Já, hann var flottur laxinn hjá Guðjóni rakara, Guðjóni Þór Guðjónssyni, rakarinn klikkar ekki,“ sagði Jón Þór Júlíusson en stærsti lax sumarins í Laxá í Kjós veiddist í gær. Rakarinn setti í stóra laxinn í Káranesfljótinu. Fiskurinn var 21 pund.
,,Þetta var flottur slagur,“ sagði Jón Þór um laxinn sem tók Collie Dog númer 14 svo það var ekki von á öðru en slagurinn yrði fjörugur hjá Guðjóni.
,,Já, þetta er sá langstærsti laxinn hjá mér. Þetta var meiriháttar get ég sagt þér Gunnar,“ sagi Guðjón Þór rakari í veiðihúsinu við Laxá í Kjós seint í gærkveldi nokkrum tímum eftir að sá stærsti í sumar kom á land.
,,Laxá í Kjós er mín uppáhalds á og hér finnst mér svo gaman að veiða. Galdra Halli sagði mér að reyna þessa flugu og það steinlá. Þetta var hörku barátta og rosalega gaman. Held að Halli sé með laxablóð,, sagði Gaui ennfremur.
Mynd. Gaui rakari með stærsta lax sumarins í Laxá í Kjós í gær, 21 punda í Káranesfljótinu.