,,Ég byrjaði sumarið í Þverá í Borgarfirði og það gekk fínt, þrír laxar komu á land. ,Ég hafði aldrei veitt þar áður. Svo var farið Laxá í Kjós, fengum 11 laxa þar,“ sagði Gunnar Örlygsson er við heyrðum í honum.
,,Toppurinn var í Kjósinni að Magnús Pálsson veiddi maríulaxinn sinn og er kominn með algera veiðidellu. Við fengum 11 laxa og misstum annað eins en veiðiskilyrðin voru góð. Gylfi Gautur, staðarhaldari, var þarna og hann sá um leiðsögn fyrir 28 árum þegar ég veiddi fyrsta flugulaxinn minn í Kjósinni.
Vatnið er flott í Kjósinni þessa dagana eins og víða. Straumurinn er stækkandi og aldrei að vita hvað skeður þessa dagana.
Mynd. Magnús Pálsson með maríulaxinn við Kvíslarfoss í Laxá í Kjós. Mynd Gunnar