,,Þetta var rosalegur fiskur og gaman að veiða hann,“ sagði Gunnar Högnason sem veiddi bolta urriða í Skorradalsvatni á dögunum. Fiskinn veiddi hann um miðja nótt í vatninu.
,,Það voru fleiri stórir þarna sem hann tók, svipaðir og þessi að stærð og ég veiddi. Þetta var um miðja nótt og það tók 20 mínútur að landa fisknum en ég veiði oft í vatninu. Fiskurinn getur verið vænn þarna,“ sagði Gunnar ennfremur en hann er á veiðiorminn á Snapchat. Gunnar hyggst ætla næst í Fiskilækjarvatn að veiða.
Silungsveiðin hefur víða gengið vel á svæðinu. Hreðavatn hefur gefið vel og margir verið að veiða þar á síðustu dögum, bæði hefur bleikja og urriði verið að veiðast. Stærsti var 4 pund urriði.
Mynd. Gunnar Högnason með fiskinn væna úr Skorradalsvatni.