,,Við sáum laxa á nokkrum stöðum en þeir tóku ekki. Upp í Stokki voru fjórir boltar en þeir vildu ekki fluguna, alls ekki,“ sagði Þröstur Elliðason sem var ásamt fleiri vöskum veiðimönnum að opna Hrútafjarðará og Síká í gær.
,,Laxinn er að mæta og bleikjan er byrjuð að hellast inní Dumbafljótið,“ sagði Þröstur skömmu eftir að hann hafi reynt við fjóra vel væna laxa í Stokknum.
Bleikjan var að gefa sig aðeins í Dumbafljótinu, hún er greinilega að mæta. Og laxinn var á nokkrum stöðum en vildi ekkert ennþá. En hann tekur á næstu dögum.
Mynd. María Gunnarsdóttir með fyrstu bleikjuna í Hrútafjarðará á sumrinu. Mynd GB