Það er óhætt að segja að veiðin hafi byrjað vel í Elliðaánum en veiði í þeim hófst í morgun. Yfir 50 laxar fóru í gegnum teljarann í nótt og mikill lax að ganga þannig að veiðimenn mega búast við að sá silfraði taki vel á næstunni.
Það var Reykvíkingur ársins, Þorvaldur Daníelsson sem hóf veiðarnar og naut hann góðrar aðstoðar Ásgeirs Heiðar leiðsögumanns. Að þessu sinni var farið í Teljarastreng en ekki í Sjávarfossin eins og hefð er fyrir þar sem nú er aðeins heimilt að veiða á flugu og öllum laxi skal sleppt í ár. Það leið ekki löngu þar til sett var í lax sem landað var skömmu síðar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sett síðan í lax á Breiðunni og landaði eftir snarpa viðureign.
Það ríkir því mikil bjartsýni með veiðina í sumar.
Ljósmyndir við opnunina í morgu tók Þorsteinn Ólafs.