,,Þetta er alveg meiriháttar, fyrsti laxinn á sumrinu er kominn á land,,“ sagði Jógvan Hansen við Langá á Mýrum nokkrum mínútum eftir að hann landði fyrsta laxinum í ánni. Um var að ræða fyrsta laxinn þetta sumarið og örugglega ekki þeim síðasta.
,,Ég var með hann í smástund en það er alltaf jafn gaman að opna ána í góðum félagskap. Það er greinilega komið eitthvað af fiski og vatnið í ánni er meiriháttar núna,“ sagði Jógvan skömmu eftir að laxinn var kominn á þurrt.
Veiðin byrjaði vel í Langá, allavega eru komnir núna fimm laxar. Þess má geta að fyrstu klukkutímana í Grímsá í Borgarfirði komu fjórir laxar.
Mynd. Jógvan Hansen með fyrsta laxinn úr Langá á Mýrum sem veiddist rétt eftir sjö í morgun. Mynd GB