,,Þetta er meiriháttar, frábær mæting og veiðimenn á öllum aldri að veiða sér til skemmtunnar,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu en Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðikortið buðu veiðifólki og fjölskyldum þeirra til þjóðhátíðar við Elliðavatnbæinn í gær og það var fjölmenni.
Mest voru þarna ungir og efnilegir veiðimenn sumir að taka sín fyrstu köst í veiðinni. Veðurfarið var frábært og allir virtust una hag sínum við vatnið, þó ekki væri veiðin mikil en útiveran var feikna góð.
,,Ég hef ekkert orðið var, fiskurinn vill ekki bíta á ennþá,“ sagði ungur veiðimaður sem reyndi og reyndi. Já, allir voru að reyna að fá fisk en svona er bara veiðin, fiskurinn tekur ekki alltaf.
Myndir frá deginum tók María Gunnarsdóttir.