,,Veiðin byrjaði hjá okkur í Kjósinni í morgun og það komu fjórir á land fyrsta daginn. Agnar Þór Guðmundsson veiddi fyrsta laxinn á Fossbreiðunni,“ sagði Haraldur Eiríksson er við spurðum um stöðuna í Kjósinni undir kvöld. En mikið vatn er í ánni þessa dagana.
,,Sá fyrsti tók fluguna SunRay og áin er vatnsmikil þessa dagana. Það hefur rignt mikið. Það komu þrír laxar fyrir hádegi og allvega sex í viðbót sluppu af í dag. Laxinn tók grannt,“ sagði Haraldur ennfremur.
Árnar eru svoldið að byrja á 4 löxum þessa dagana og miklu vatni enda hefur rignt mikið víða og það er spáð meira regni á allra næstu dögum. Allavega ekki þurrka sumar árnar sýnist manni á öllu.
Mynd. Agnar Þór Guðmundsson með fyrsta laxinn í Laxá í Kjós. Mynd Haraldur