,,Það voru frábærar móttökur sem við feðgar fengum þegar við mættum, vopnaðir flugustöngum á Hlíðarvatnsdaginn síðastliðinn sunnudag á veiðideginum,“ sagði Reynir Friðriksson er við heyrðum í honum eftir veiðitúrinn.
,,Það er óhætt að segja að Hlíðarvatn hafi tekið okkur opnum örmum og verður þessi dagur lengi hafður í minni okkar feðga. Enda ekki hægt annað þegar risableikja lætur glepjast af klassískri black zulu númer 14. Þetta var ógleymanleg barátta við glæsilegan fisk og fer á spjaldskrá minninganna. Við feðgar vorum sammála um að þarna þyrftum við að veiða aftur,“ sagði Reynir ennfremur.
Myndir. Sigurður Helgi með bleikjuna góðu og á hinni myndinni er feðgarnir saman.