..Ég stóðst ekki freistinguna og keypti handa sex ára dóttir mínu skær bleika stöng. Ég sýndi henni stöngina og hún vildi strax fara og prófa. Valið var Hafravatn sem er nálægt okkur og eitt af þeim aðgengilegri og barna vænstu vötnum að mínu mati sem eru hér í nágrenni. Enda var ekki eftir neinu að bíða það var rétt hjá henni og drífum okkur til veiða,“ sagði Jógvan Hansen í samtali og bætti við Veiðipressuna
Við settum flotholt og maðk og strax var byrjað að kippa í. Mikill spenna myndaðist hjá okkur tveimur. Og að lokun náðum við að láta einn festast á litla krókinn og hún var ekki smá stolt litla Ása María mín og veiðihjartað mitt bráðnaði.
,,Ég þurfti samt að svekkja hana með því að láta litla urriðan út aftur í vatnið, sem hún skildi alls ekki. Og að hún fékk mig til að lofa því að við munni fara aftur fljótlega að veiða aftur. Það eru svo margar leiðir til að njóta í veiðinni og gott að geta skila einhverskonar jákvæðum áhrifum á krílin litlu,“ sagði Jógvan sem fór með soninn fyrir ári síðan á Hrafavatn og hann veiddi sinn fyrsta fisk. Hafravatn er greinilega vatnið fyrir unga veiðimenn sem vilja taka sín fyrstu köst.
Mynd. Ása María með fyrsta silunginn sinn. Mynd Jógvan