Laxveiðin gengur ágætlega þessa dagana, vatnið er gott í ánum og fiskurinn er vel haldinn sem veiðist. Ingólfur Ásgeirsson var að veiða sinn fyrsta lax á sumrinu eins og fleiri veiðimenn. Og hann á eftir að veiða miklu fleiri.
,,Fyrsti laxinn í sumar er kominn og núna er opunun lokið bæði í Þverá og Kjarrá,“ sagði Ingólfur í spjalli og bætti við að til samans komu 37 laxar á land og veiðin er fín áfram.
,,Langmest stórlax en einn og einn smálax í bland sem boðar gott með áframhaldið í veiðinni. Vatnsbúskapurinn er lika með allra besta móti núna,“ sagði Ingólfur ennfremur.
Straumarnir eru farnir að gefa líka, Norðurá bætir við sig löxum á hverju degi og fleiri veiðiár opna á næstu dögum.
Mynd. Ingólfur Ásgeirsson með fyrsta laxinn sinn í sumar.