,,Við frúin ákváðum að nýta góða veðrið í dag til að fara að veiða í Mýrarkvìsl með strákana okkar,“ sagði Matthias Þór Hákonarsson í samtali og bætti við að undir venjulegum kringumstæðum væru erlendir veiðimenn að veiða hjá okkur á þessum tíma.
,,Fjölskyldan veiddi mest á þurrflugumaur og dropper og tóku flestir fiskarnir maurinn. Matthías sagði að strákarnir væru búnir að vera með á bakkanum síðan þeir fæddust og gaman að fá að upplifa þetta í gegnum þá,“ sagði Matthías.
Myndir. Bjartur Dagur Matthíasson 9 ára og Benjamín Kári Matthíasson 12 ára á veiðislóðum við Mýrarkvísl .