,,Veiðin gekk ágætlega hjá okkur Gísla í Apavatni. Það var mikið líf í vatninu og fiskur að vaka um allt vatn,“ sagði Hafþór Óskarsson sem var á veiðislóðum í vikunni með flugustöngina að vopni.
,,Við vorum að veiða í tvo tíma og fengum 8 fiska, 4 bleikjur og urriða, slepptum þeim öllum aftur. Veiðin í vatninu kom skemmtilegra á óvart og þetta var virkilega gaman á allan hátt,“ sagði Hafþór ennfremur.
Silungsveiðin hefur gengið vel víða, fiskurinn er flottur og vænn. Veiðimaður sem var í Úlfljótsvatn fyrir skömmu veiddi vel og voru stærstu bleikjunarnar 4 pund.
Mynd: Hafþór Óskarsson með flottan urriða úr Apavatni. Mynd Gísli.