,,Þetta er allt annað en fyrir ári. Núna er vatn og lax að koma á hverju flóði,“ sagði veiðimaður sem renndi fyrir fisk í Þverá. Vatnsstaðan er allt önnur en fyrir ári síðan þegar ekkert rigndi í maí og júní.
Þverá gaf 12 laxa í opnun og þrír sluppu af. Kjarrá opnaði í fyrradag og komu 12 laxar á land fyrsta daginn.
Laxinn er á fleygiferð þessa dagana. Vatn er mikið í ánum og hann lýtur hvorki til hægri né vinstri og æðir áfram. Í Norðurá er hann kominn upp með öllu og í Berghyl voru nokkrir laxa fyrir fáum dögum en tóku lítið.
Mynd. Aðalsteinn Pétursson 88 sentimetra lax úr opnun Þverár í Guðnabakka.