,,Þetta var gaman,“ sagði Árni Baldursson landaði fyrsta laxinum sínum í Norðurá í Borgarfirði. Segja má að það hefur verið stórskotalið veiðimanna síðan áin opnaði fyrir veiðimönnum en nú eru komnir yfir 40 laxar á land.Og Árni hélt áfram að landa löxum í ánni enda sumarið rétt að byrja hjá honum. Mest allt eru þetta tveggja ára laxar sem veiðast og vel haldnir.
Stefán í Stillingu var með í að landa fyrsta laxinum í Kjarrá í Borgarfirði sem opnaði í gær og Straumarnir eru byrjaðir að gefa fiska. Veiðin í Þverá hefur allt í lagi síðan hún opnaði.
,,Blanda endaði í 9 löxum í fyrsta holli,“ sagði veiðimaðurinn klóki Reynir M. Sigmundsson frá Akranesi en núna er bara veitt á flugu í Blöndu og allt breytt frá fyrri árum. Svona er lífið bara.
Mynd. Árni Baldursson með flottan lax úr Norðurá í Borgarfirði um helgina. Mynd. VB.