,,Það er mikið vatn í Þjórsánni þessa dagana og hefur verið alveg síðan veiðin byrjaði í ánni, þetta er erfitt en við sjáum hvað setur,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir sem var við veiðar í ánni i dag með eiginmanni sínum Stefáni Sigurðssyni og fleirum.
,,Núna eru komnir 30 laxar á land sem þýðir 4 laxar á dag. Vatnið fer minnkandi og lax var að sýna sig undir kvöld en var ekki að taka,“ sagði Harpa ennfremur.
Hver veiðiáin af annarri opnar þessa dagana. Veiðitímabilið hefst í Blöndu í dag og verður spennandi að sjá hverning veiðin gengur. En núna er bara veitt á flugu í ánni.
Mynd. Harpa Hlín Þórðardóttir með lax á í Þjórsá í gær. Mynd Stefán.