,,Það hefur verið fín veiði hjá okkur þegar við eigum hálfan dag eftir,“ sagði Steingrímur Snævarr Ólafsson sem er á urriðasvæðinu í Þingeyjarsýslu ásamt fleiri vöskum veiðimönnum. En veiðin hefur gengið ágætlega síðan hún byrjað á svæðinu.
,,Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig og urriðarnir eru vel haldnir. Það hefur vakið athygli að menn eru að fá bleikjur á ólíklegustu stöðum núna,“ sagði Steingrímur um veiðina og bætti við að útlitið er gott hérna fyrir norðan en það hefur aðeins kólnað hjá okkur i dag.
Mynd. Steingrímur Snævarr Ólafsson með 63,5 urriða sem hann veiddi í Skriðuflóa agnarlitla Pheasant Tail flugu.